ISLANDKOCHBUCH og CUISNIER ISLANDAIS, bækur um íslenska matargerð á þýsku og frönsku, eru komnar úr prentsmiðju og fáanlegur hjá túri ehf. Pöntunareyðublað er á öðrum stað á þessari síðu.
Báðar bækur eru eftir Maike Hanneck sem jafnframt er hönnuður bóka. Bækurnar eru vandaðar, saumaðar og prentaðar á mjög góðan pappír.
Bækurnar eru til sölu í völdum búðum Pennans Eymundssonar og Icewear (t.d. Víkurprjón í Vík), í Selasetri Íslands á Hvammstanga sem og Kaupfélaginu á Hvammstanga, hjá Forlaginu við Fiskislóð í Reykjavík og á fleiri stöðum.
Leave A Comment