Höfundar og listamenn

Maike Hanneck

Maike Hanneck dvaldi sem ungmenni á Íslandi og lærði íslensku í grunn- og framhaldsskóla. Á sveitaheimili lærði hún auk þess að steikja kleinur og fiskibollur og hvernig á að smakka til kartöflustöppu – með sykri. Hún vann um tíma í Staðarskála, frægustu vegasjoppu landsins, og sem „cook-on-the-bus“ fyrir ferðahópa. Eftir að hún flutti aftur heim til Þýskalands hófst starfsnám í fjölmiðlunartækni og Maike byggði upp DAS KOCHREZEPT, sem í dag er ein af stærstu vef-uppskriftasíðum Þýskalands. Maike rekur nokkrar vefsíður um hestatengt efni, nemur við Háskólann í Bonn þar sem hún býr með manni sínum, hestum, köttum og öðrum ferfætlingum.

Maike Hanneck verbrachte ihre Jugend in Island, lernte dort kleinur zu zwirbeln, Fischbällchen zu braten und Kartoffelpüree mit Zucker zu würzen und jobbte in Islands berühmtester Raststätte Staðarskáli sowie als cook-on- the-bus für Wandergruppen. Zurück in Deutschland baute sie nach einem Zeitungsvolontariat die Online-Redaktion von DasKochrezept.de auf. Maike Hanneck arbeitet heute als freie Autorin diverser eigener Webportale mit Schwerpunkt Pferde (Beispiel: www.frodur.de), studiert Deutsch als Fremdsprache und skandinavische Sprachen und lebt mit ihrem Mann, Katzen, Pferden und anderem Getier in Bonn.

Jóhann Fönix

Jóhann Frímann K. Arinbjarnarson, einnig þekktur sem Jóhann Fönix, er fæddur og uppalinn á sveitabænum Brekkulæk í Vestur-Húnavatnssýslu. Þegar hann var nýbyrjaður í Framhaldsskólanum FNV á Sauðarkróki hófst hann handa við að skrifa skáldsöguna Skaðamaður sem hann átti eftir að vinna að mest alla sína framhaldsskólagöngu. Skaðamaður var sambland af áhuga höfundar á hryllingsmyndum og hans eigin kynnum af einelti bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Bókin kom fyrst úr prentun í maí árið 2010, rétt áður en Jóhann útskrifaðist. Jóhann byrjaði nærri því strax að vinna að sinni næstu skáldsögu.


Jóhann bjó í eitt ár á Akureyri áður en hann ákvað að freista gæfunnar og flytja til Reykjavíkur, nánar til tekið í Breiðholtið þar sem hann hefur búið síðan.
Árið 2013 byrjaði Jóhann óvænt að afla sér vinsælda á nýju og óvæntu sviði, með myndböndum sem hann hlóð upp á youtube undir nafninu Jóhann Fönix. En skrifin voru þó alltaf númer eitt, tvö og þrjú. Heldur erfiðlega gekk að skrifa og fá útgefna næstu bók en það heppnaðist þó fyrir rest og í nóvember árið 2016 gaf Jóhann út sína næstu bók sem að heitir Leitin að Engli Dauðans. Sú bók var sú sama og hann hafði byrjað á í maí 2010, en hann hafði einnig verið að vinna að alla vega einu öðru handriti meðan á þeim skrifum stóð, sem að olli því að Leitin að Engli Dauðans var oft höfð í öðru sæti í forgangi. Jóhann Fönix er ennþá að skrifa og er kominn langt á veg með nýtt handrit sem að hann hefur þegar afar miklar væntingar um, en hvenær sú skáldsaga verður tilbúin er ekki hægt að staðfesta að svo stöddu. Vonandi fyrr heldur en seinna.

Jón Eiríksson

Allar kúamyndirnar 365 eru sameinaðar í bókinni „Ár og kýr“, ásamt formála. Jón Eiríksson gefur bókina út en túrí ehf er með hana í umboðssölu. Þetta er einstakt listaverk. Bókin er tímalaus og sýnir á skemmtilegan og hlýlegan hátt allt það besta sem íslenskur kúabóndi getur upplifað á einu ári ásamt því að túlka þessa sýn með listrænum og einstökum handbrögðum. Framúrskarandi verk sjálfsmenntaðs listamanns.

Gudrun M. H. Kloes

Gudrun M. H. Kloes er eigandi útgáfunnar túrí ehf, sem gefur út bækurnar sem kynntar eru á þessari vefsíðu.

Gudrun flutti til Íslands fyrir rúmlega 30 árum og hefur verið búsett þar síðan. Hún hefur unnið margvísleg störf bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni en ávallt haft ritstörf og þýðingavinnu í hávegum.

Fyrsta bók Gudrunar kom út 1982, Island-Reiseführer, og var sú bók endurútgefin 5 sinum.

1988 kom út greinasafnið „Island“. 10 árum síðar birti Gudrun „Erotisches Island“ og „Erotic Iceland“. Á þessu tímabili var hún tíður greinahöfundur í þýskum tímaritum um málefni Íslands, um útivist, hestamennsku og tengd mál. Listinn er ekki tæmandi.

Af þýðingum má nefna bækur eftir Einar Má Guðmundsson, Vilborgu Davíðsdóttur o.fl, leikrit eftir Ólaf Hauk Símonarson, Björn Hlyn Haraldsson, Elías Snæland Jónsson o.fl., ljóðaþýðingar fyrir tímarit og ljóðasöfn sem og túlkunarstörf á leiklistahátíðinni NEUE STÜCKE AUS EUROPA í Wiesbaden í Þýskalandi, í fjöldamörg ár. Margt annað mætti tína til.

Árið 2003 stofnaði Gudrun útgáfuna túrí ehf með það að markmiði að gefa út efni um Ísland og/eða íslenskar skáldsögur. Útgáfan er staðsett í minnsta þéttbýlisstað Íslands (samkvæmt skilgreiningu Hagstofu), nefnilega á Laugarbakka.