Um útgáfuna túrí ehf

Útgáfan „túrí ehf“ er staðsett á landsbyggðinni, nánar tiltekið í Þorlákshöfn, og var stofnuð 2003.

Fyrsta bókin kom út 2004, ISLANDKOCHBUCH eftir Maike Hanneck. Bókin fjallar um íslenska matargerð og uppskriftir á þýsku. Bókin var brautryðjandi á sínu sviði og seldist í þúsundum eintökum. Sú bók er einnig fáanleg á frönsku. Hún heitir CUISINER ISLANDAIS og er ein sinnar tegundar hérlendis. Engin önnur bók á frönsku er til um matargerð á Íslandi.

Árið 2005 kom út MAKE YOUR OWN HISTORY sem er föndurbók um íslenska torfbæinn. Bókin er í A4-broti með leiðbeiningum á 5 tungumálum.

2010 bættist svo við fyrsta skáldsagan, SKAÐAMAÐUR, eftir Jóhann F K Arinbjarnarson. Höfundurinn sendi frá sér LEITIN AÐ ENGLI DAUÐANS árið 2016 og glæpasöguna ÓGNAREÐLI árið 2022, sem túrí ehf gaf einnig út.

Auk þess hefur túrí ehf gefið út póstkort með kúamyndum eftir Jón Eiríksson (bónda og listamann á Búrfelli í Húnaþingi vestra) sem og nokkur smárit.

Hafðu samband

túrí ehf
Klængsbúð 24, 815 Þorlákshöfn
kt. 601103-2730
vsk-númer 83169
s. +354-8985154

 

Sendu okkur skilaboð í gegnum formið hér að neðan:

    For privacy reasons Google Maps needs your permission to be loaded.
    I Accept