Skaðamaður

Eftir Jóhann F. Arinbjarnarson

Alli á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Hann er lagður í einelti í skólanum og ekki batnar ástandið þegar skólabróðir hans finnst myrtur og hann sjálfur liggur undir grun. Hann telur sig vera staddan í martröð eða í hryllingsmynd því að það virðist eins og hann og morðinginn séu tengdir afar sterkum böndum. Áður en Alli veit af er hann staddur í atburðarás sem hann getur ekki stöðvað. Hver er Skaði, hvaðan kemur hann og hvað vill hann Alla og vinum hans? Ef Alla tekst ekki að stöðva hann mun enginn lifa af.

Skaðamaður er fyrsta skáldsagan höfundar. 1. og önnur útgáfa komu út 2010.

Umsagnir

Skáldsagan Skaðamaður fjallar um einelti og afleiðingar þess. Aðalpersóna sögunnar, Alli, verður fórnarlamb ofsókna en svarar lítt fyrir sig heldur dregur sig inn í skel sína. Óvæntir atburðir verða til þess að þeim sem gerðu á hlut Alla fer að fækka. Sagan er spennandi og grimm og leiðir í ljós að einelti getur kostað líf. Skaðamaður er fyrsta skáldsaga höfundar.

– Þórður Helgason, dósent á Háskóla Íslands.

 

Mikið hugmyndaflug. Spennandi byrjun hjá ungum manni.

– Einar Georg Einarsson, íslenskukennari og hagyrðingur.

 

Vel skrifuð og dulúðleg spennusaga sem heldur manni við efnið. Höfðaði til minna myrku hliða.

Stefán Friðrik Friðriksson, kvikmyndagerðarmaður.

 

Leggið nafn þessa unga manns á minnið. Lesið þessa bók og fylgist með því sem framundan er.

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur.